Mariugata 30-32
Maríugata 30-32 eru tvö fjölbýlishús í Urriðaholtinu. Byggingarnar hafa hlýlegt en skarpt yfirbragð og bjóða upp á vandaðar íbúðir með fallegu útsýni.
Innréttingar eru sérhannaðar fyrir hverja íbúð með notagildi og fegurð að leiðarljósi. Dökkar innréttingar með viðaráferð á móti hvítu uppbroti mynda fallegt samspil við hlýlegar flísar og endingargott harðparket. Vönduð eldhús- og hreinlætistæki fylgja íbúðum. Sjá nánar um frágang íbúða í skilalýsingu.
Maríugata 30-32 eru vönduð fjölbýlishús í einu fallegasta íbúðahverfi höfuðborgarsvæðisins, Urriðaholti í Garðabæ. Í lynggrónu landslagi rísa nýbyggingar þétt og mynda ramma utan um líf íbúanna. Vandað hefur verið til verka í öllu framkvæmdaferlinu og alúð lögð við hönnun innréttinga og efnisvals.
Kaffihús
Verslun
Skóli
Náttúrufræðistofnun

Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortnar náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir. Sjá nánar um Urriðaholt: www.urridaholt.is.
Hér má sjá tölvugerðar myndir úr mismunandi íbúðum.
Ath.: Lita- og húsgagnaval er leiðbeinandi. Íbúðum er skilað hvítmáluðum og án lausra húsgagna.
Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar